Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 14:35 Hæstiréttur Íslands hafnaði málskotsbeiðni ákæruvaldsins í málinu. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41
Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43
Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41