Engin vandræði hjá Liverpool á Drekavöllum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:50 Auðvelt hjá Liverpool í kvöld. EPA-EFE/JOSE COELHO Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 18. mínútu leiksins. Var Egyptinn að skora í sjötta leik sínum í röð fyrir Liverpool. Sadio Mané tvöfaldaði forystuna með marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. 6 - Mohamed Salah has scored in each of his last six appearances for Liverpool in all competitions; the first time a player has netted in six in a row for the club since April 2018, when Salah himself scored in seven consecutive games. Irrepressible. pic.twitter.com/l4OhKXfm5W— OptaJoe (@OptaJoe) September 28, 2021 Það var því ljóst að brekkan var orðin ansi brött fyrir heimamenn er síðari hálfleikur var flautaður á og í raun varð hún einfaldlega ófær eftir klukkustund en þá kom Salah gestunum 3-0 yfir. Íraninn Mehdi Taremi minnkaði muninn fyrir heimamenn stundarfjórðung síðar en varamaðurinn Roberto Firmino átti lokaorðið. Hann kom Liverpool 4-1 yfir á 77. mínútu og sex mínútum síðar skoraði hann fimmta mark Liverpool, lokatölur 5-1. Liverpool þar með komið með tveggja stiga forystu á Atlético Madríd sem vann dramatískan 2-1 sigur á AC Milan í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 18. mínútu leiksins. Var Egyptinn að skora í sjötta leik sínum í röð fyrir Liverpool. Sadio Mané tvöfaldaði forystuna með marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. 6 - Mohamed Salah has scored in each of his last six appearances for Liverpool in all competitions; the first time a player has netted in six in a row for the club since April 2018, when Salah himself scored in seven consecutive games. Irrepressible. pic.twitter.com/l4OhKXfm5W— OptaJoe (@OptaJoe) September 28, 2021 Það var því ljóst að brekkan var orðin ansi brött fyrir heimamenn er síðari hálfleikur var flautaður á og í raun varð hún einfaldlega ófær eftir klukkustund en þá kom Salah gestunum 3-0 yfir. Íraninn Mehdi Taremi minnkaði muninn fyrir heimamenn stundarfjórðung síðar en varamaðurinn Roberto Firmino átti lokaorðið. Hann kom Liverpool 4-1 yfir á 77. mínútu og sex mínútum síðar skoraði hann fimmta mark Liverpool, lokatölur 5-1. Liverpool þar með komið með tveggja stiga forystu á Atlético Madríd sem vann dramatískan 2-1 sigur á AC Milan í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.