Engin vand­ræði hjá Liver­pool á Dreka­völlum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Auðvelt hjá Liverpool í kvöld.
Auðvelt hjá Liverpool í kvöld. EPA-EFE/JOSE COELHO

Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli.

Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 18. mínútu leiksins. Var Egyptinn að skora í sjötta leik sínum í röð fyrir Liverpool. Sadio Mané tvöfaldaði forystuna með marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. 

Það var því ljóst að brekkan var orðin ansi brött fyrir heimamenn er síðari hálfleikur var flautaður á og í raun varð hún einfaldlega ófær eftir klukkustund en þá kom Salah gestunum 3-0 yfir.

Íraninn Mehdi Taremi minnkaði muninn fyrir heimamenn stundarfjórðung síðar en varamaðurinn Roberto Firmino átti lokaorðið. Hann kom Liverpool 4-1 yfir á 77. mínútu og sex mínútum síðar skoraði hann fimmta mark Liverpool, lokatölur 5-1.

Liverpool þar með komið með tveggja stiga forystu á Atlético Madríd sem vann dramatískan 2-1 sigur á AC Milan í kvöld.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira