Árni Páll kemur nýr inn í stjórn ESA Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 12:09 Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá árinu 2018. Facebook Ísland, Liechtenstein og Noregur tilkynntu í dag skipun á nýrri stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Stjórnina munu skipa Arne Røksund af hálfu Noregs, sem jafnframt verður forseti ESA, Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, af hálfu Íslands og Stefan Barriga af hálfu Liechtenstein. Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira