Flúðu eiturgas frá eldgosinu Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 15:27 Eldgosið á La Palma hefur verið tiltölulega hvikult síðustu daga. EPA/Angel Medina Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur. Eldgosið hefur valdið miklum usla. Kvika hefur runnið yfir fjölda bygginga á leið sinni til sjávar og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan eldgosið hóst þann 19. september. Ráðamenn á Spáni hafa heitið íbúum á La Palma fjárhagslegum stuðningi vegna eldgossins, samkvæmt frétt Reuters. Það hefur bæði valdið miklu tjóni og komið niður á ferðaþjónustunni á eyjunni. Þessi fjárhagslegi stuðningur snýst að miklu leyti um að kaupa hús og húsgögn fyrir fólk sem hefur tapað heimilum sínum. Nærri því sex hundruð hús hafa eyðilagst í eldgosinu. Héraðsmiðillinn Diario de Avisos segir slökkviliðsmenn hafa þurft að flýja undan eldgosinu í dag vegna eitursmökks sem barst frá því. Þeir hafi unnið að því að bjarga verðmætum en hafi þurft frá að hverfa. Gasið er sagt hafa myndast þegar kvikan rann yfir bananaekru þar sem töluvert var af ammoníaki og bór þríklóríð. Við það myndaðist eiturgasið og óttast sérfræðingar að sambærilegt eiturgas gæti myndast aftur. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá eldfjallinu á La Palma. Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. 25. september 2021 16:56 Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 24. september 2021 19:55 Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eldgosið hefur valdið miklum usla. Kvika hefur runnið yfir fjölda bygginga á leið sinni til sjávar og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan eldgosið hóst þann 19. september. Ráðamenn á Spáni hafa heitið íbúum á La Palma fjárhagslegum stuðningi vegna eldgossins, samkvæmt frétt Reuters. Það hefur bæði valdið miklu tjóni og komið niður á ferðaþjónustunni á eyjunni. Þessi fjárhagslegi stuðningur snýst að miklu leyti um að kaupa hús og húsgögn fyrir fólk sem hefur tapað heimilum sínum. Nærri því sex hundruð hús hafa eyðilagst í eldgosinu. Héraðsmiðillinn Diario de Avisos segir slökkviliðsmenn hafa þurft að flýja undan eldgosinu í dag vegna eitursmökks sem barst frá því. Þeir hafi unnið að því að bjarga verðmætum en hafi þurft frá að hverfa. Gasið er sagt hafa myndast þegar kvikan rann yfir bananaekru þar sem töluvert var af ammoníaki og bór þríklóríð. Við það myndaðist eiturgasið og óttast sérfræðingar að sambærilegt eiturgas gæti myndast aftur. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá eldfjallinu á La Palma.
Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. 25. september 2021 16:56 Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 24. september 2021 19:55 Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. 25. september 2021 16:56
Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 24. september 2021 19:55
Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21