Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:59 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09