Þetta kemur fram í tölvupósti sem Píratar hafa sent til þeirra sem sóttu kosningavökuna en fór fram á Brugghúsinu Ægisgarði. Í skeytinu er fólk hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum Covid-19 næstu daga og fara í sýnatöku finni það fyrir einkennum.
Öllum gestum var gert að skrá sig við komuna í samkvæmið og hafa skilaboð verið send út til þeirra aðila. Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu