Man City, Arsenal og Chelsea komin í undanúrslit FA bikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 22:16 Man City er komið í undanúrslit. @VitalityWFACup Ensku stórliðin Manchester City, Arsenal og Chelsea unnu stórsigra í FA-bikar kvenna í fótbolta í kvöld. Þá vann Brighton & Hove Albion 1-0 sigur á Charlton Athletic og er einnig komið í undanúrslit. Um er að ræða bikarkeppnina frá því á síðasta tímabili sem var ekki kláruð sökum Covid-19. Fill in the blank! The best moment of the 2020-21 quarter-finals was ________ pic.twitter.com/6iDH0bPVWo— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Manchester City pakkaði Leicester City saman 6-0 en eins ótrúlegt og það hljómar var staðan markalaus í hálfleik. Khadija Shaw skoraði í upphafi síðari hálfleiks og Victoria Losada bætti við öðru marki skömmu síðar. Shaw var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkustundarleik og City svo gott sem komið áfram. Alex Greenwood kom City í 4-0 og Shaw fullkomnaði þrennu sína á 85. mínútu áður en Filippa Angeldal skoraði sjötta markið þegar tvær mínútur voru til leiksloka. HAT-TRICK FOR BUNNY SHAW How good was the run from @JillScottJS8 too? #WomensFACup @ManCityWomen pic.twitter.com/4I1DT2aC4c— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Rachel Williams kom Tottenham Hotspur yfir gegn erkifjendum sínum í Arsenal en heimakonur svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Mana Iwabuchi jafnaði metin áður en Carlotte Wubben-Moy kom Arsenal yfir. Caitlin Foord bætti við þriðja markinu og Nikita Parish því fjórða rétt áður en flautað var til hálfleiks. Foord bætti svo við fimmta marki Arsenal í síðari hálfleik en Skytturnar gátu leyft sér að geyma hollensku stórstjörnuna Vivianne Miedema á varamannabekknum í kvöld. Að lokum unnu Englandsmeistarar Chelsea 4-0 útisigur á Birmingham City. Bethany England brenndi af vítaspyrnu fyrir gestina í fyrri hálfleik og staðan óvænt markalaus í hálfleik. Rising highest! @samkerr1 heads home #WomensFACup @ChelseaFCW pic.twitter.com/95VtcMQ5LT— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Samantha Kerr kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúma klukkustund. Francesca Kirby skoraði tvívegis með stuttu millibili og staðan því orðin 3-0 áður en Pernille Harder skoraði fjórða og síðasta mark leiksins í uppbótartíma. The @ChelseaFCW front three are on @PernilleMHarder gets in on the action! #WomensFACup pic.twitter.com/v0OHgewzjc— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira
Þá vann Brighton & Hove Albion 1-0 sigur á Charlton Athletic og er einnig komið í undanúrslit. Um er að ræða bikarkeppnina frá því á síðasta tímabili sem var ekki kláruð sökum Covid-19. Fill in the blank! The best moment of the 2020-21 quarter-finals was ________ pic.twitter.com/6iDH0bPVWo— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Manchester City pakkaði Leicester City saman 6-0 en eins ótrúlegt og það hljómar var staðan markalaus í hálfleik. Khadija Shaw skoraði í upphafi síðari hálfleiks og Victoria Losada bætti við öðru marki skömmu síðar. Shaw var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkustundarleik og City svo gott sem komið áfram. Alex Greenwood kom City í 4-0 og Shaw fullkomnaði þrennu sína á 85. mínútu áður en Filippa Angeldal skoraði sjötta markið þegar tvær mínútur voru til leiksloka. HAT-TRICK FOR BUNNY SHAW How good was the run from @JillScottJS8 too? #WomensFACup @ManCityWomen pic.twitter.com/4I1DT2aC4c— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Rachel Williams kom Tottenham Hotspur yfir gegn erkifjendum sínum í Arsenal en heimakonur svöruðu með fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Mana Iwabuchi jafnaði metin áður en Carlotte Wubben-Moy kom Arsenal yfir. Caitlin Foord bætti við þriðja markinu og Nikita Parish því fjórða rétt áður en flautað var til hálfleiks. Foord bætti svo við fimmta marki Arsenal í síðari hálfleik en Skytturnar gátu leyft sér að geyma hollensku stórstjörnuna Vivianne Miedema á varamannabekknum í kvöld. Að lokum unnu Englandsmeistarar Chelsea 4-0 útisigur á Birmingham City. Bethany England brenndi af vítaspyrnu fyrir gestina í fyrri hálfleik og staðan óvænt markalaus í hálfleik. Rising highest! @samkerr1 heads home #WomensFACup @ChelseaFCW pic.twitter.com/95VtcMQ5LT— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021 Samantha Kerr kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúma klukkustund. Francesca Kirby skoraði tvívegis með stuttu millibili og staðan því orðin 3-0 áður en Pernille Harder skoraði fjórða og síðasta mark leiksins í uppbótartíma. The @ChelseaFCW front three are on @PernilleMHarder gets in on the action! #WomensFACup pic.twitter.com/v0OHgewzjc— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) September 29, 2021
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Sjá meira