Enski boltinn

Der­by komið á blað og Mitro­vic skoraði þrennu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Derby County og Reading.
Úr leik Derby County og Reading. Gareth Copley/Getty Images

Fjöldi leikja fór fram í ensku B-deildinni í kvöld. Derby County vann sigur sem þýðir að liðið er komið með eitt stig en tólf stig voru dregin af félaginu nýverið vegna skuldastöðu þess. Þá skoraði Aleksandar Mitrović þrennu í sigri Fulham og Peterborough United hélt hreinu.

Craig Forsyth skoraði eina mark Derby í 1-0 sigri á Reading. Wayne Rooney heldur því áfram að gera gott mót með liðið þó félagið sé í ljósum logum utan vallar.

Liðið hefur unnið sér inn 13 stig til þessa á leiktíðinni og ætti að vera í 12. sæti en situr á botninum með 1 stig þar sem 12 voru tekin af þeim eftir að félagið varð gjaldþrota. Aðeins eru sjö stig í öruggt sæti þegar 34 leikir eru eftir og hver veit nema Derby takist hið ómögulega.

Mitrović skoraði öll þrjú mörk Fulham er liðið vann Swansea City 3-1 á heimavelli. Fulham er í harðri baráttu um að fara aftur upp í ensku úrvalsdeildina en liðið er í 3. sæti með 20 stig að loknum 10 leikjum á meðan Swansea er í 19. sæti með 10 stig.

Peterorough gerði jafntefli á Weston Homes-vellinum gegn Bournemouth en gestirnir hefðu farið á toppinn með sigri. Þess í stað er liðið jafnt West Bromwich Albion með 22 stig. Peterborough er í 22. sæti með átta stig.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Millwall er liðið vann Bristol City 1-0. Nottingham Forest vann 3-1 útisigur á Barnsley og Luton Town vann Coventry City 5-0.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×