Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2021 11:56 Mynd tekin af svæðinu í morgun. Í forgrunni er eldgosasvæðið við Fagradalsfjall en Keilir sést lengra frá fyrir miðri mynd. Skjálftavirknin er á milli þessara svæða. Vísir/RAX Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira