Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 17:52 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék síðast með landsliðinu í vináttulandsleikjunum í júní. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. Í yfirlýsingu frá leikmanninum staðhæfir Aron að útilokunarmenning viðgangist innan KSÍ sem eigi ekki að líða. Hann hafi ekki fengið tækifæri til að ræða formlega um atburð sem eigi að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Ætlar Aron að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Ekki verið boðaður í yfirheyrslu Telur Aron að stjórn KSÍ hafi beitt sér fyrir því að hann yrði ekki með í landsliðshópnum. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu.“ Í færslu sem birtist fyrst á Instagram í maí segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Liggur fyrir að konan eigi þar við um tvo landsliðsmenn í knattspyrnu. Í yfirlýsingunni segist Aron Einar ekki ætla að vera „meðvirkur gagnvart dómstól götunnar.“ „Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt.“ Segir að stjórn KSÍ hafi ekki skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar er ekki í hópnum en hann missti af síðustu landsleikjum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Síðan þá hefur hann hins vegar verið fastamaður í liði Al Arabi. Hann segist í yfirlýsingu sinni hafa greint KSÍ frá því að hann væri í góðu formi og búinn að jafna sig að fullu af nýlegum veikindum. „Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ.“ Horfa má á upptöku af blaðamannafundi KSÍ í spilaranum hér fyrir neðan. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sagði á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar komi í ljós síðar. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í síðustu viku að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, sagði þá að sambandið hafi heyrt af málinu þegar frásögnin komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það hafi þá verið sett í ferli innan KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, greindi frá því í samtali við RÚV þann 30. ágúst að KSÍ hafi til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Klara sagðist hafa heyrt um hópnauðgunina í sumar. Guðni og stjórn KSÍ sagði af sér í lok ágúst í kjölfar umfjöllunar um kynferðisbrot leikmanna og viðbrögð sambandsins. Yfirlýsing Arons Einars í heild sinni Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ Eins og kom fram í fréttum í dag var ég ekki í hópi leikmanna sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi fyrir komandi landsleiki. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að ég lýsti því yfir gagnvart KSÍ að ég gæfi kost á mér, væri í góðu formi og búinn að jafna mig að fullu af nýlegum veikindum. Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ. Á blaðamannafundi var hins vegar spurningum um ástæður valsins lítið svarað. Ég get aðeins dregið þá ályktun að komandi sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að mér yrði slaufað eins og fram hefur komið í fréttum á DV.is. Árangur landsliðsins hefur ekki verið þannig að skynsamlegt sé að setja reyndustu mennina til hliðar og því er það ekki ástæðan. Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki. Fyrir mig, og fjölskyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 landsleikjum gefið alla mína krafta skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn. Þetta er óverjandi staða. Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu. Sem fyrirliði hef ég fyrir löngu lært að axla ábyrgð og það sem nú viðgengst er slaufunarmenning eða útilokunarmenning og hana ætti ekki að líða. Um leið og ég hafna öllu ofbeldi þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan. Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt. Vegna þessa alls hef því ákveðið að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá leikmanninum staðhæfir Aron að útilokunarmenning viðgangist innan KSÍ sem eigi ekki að líða. Hann hafi ekki fengið tækifæri til að ræða formlega um atburð sem eigi að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Ætlar Aron að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Ekki verið boðaður í yfirheyrslu Telur Aron að stjórn KSÍ hafi beitt sér fyrir því að hann yrði ekki með í landsliðshópnum. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu.“ Í færslu sem birtist fyrst á Instagram í maí segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Liggur fyrir að konan eigi þar við um tvo landsliðsmenn í knattspyrnu. Í yfirlýsingunni segist Aron Einar ekki ætla að vera „meðvirkur gagnvart dómstól götunnar.“ „Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt.“ Segir að stjórn KSÍ hafi ekki skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar er ekki í hópnum en hann missti af síðustu landsleikjum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Síðan þá hefur hann hins vegar verið fastamaður í liði Al Arabi. Hann segist í yfirlýsingu sinni hafa greint KSÍ frá því að hann væri í góðu formi og búinn að jafna sig að fullu af nýlegum veikindum. „Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ.“ Horfa má á upptöku af blaðamannafundi KSÍ í spilaranum hér fyrir neðan. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sagði á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar komi í ljós síðar. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í síðustu viku að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, sagði þá að sambandið hafi heyrt af málinu þegar frásögnin komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það hafi þá verið sett í ferli innan KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, greindi frá því í samtali við RÚV þann 30. ágúst að KSÍ hafi til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Klara sagðist hafa heyrt um hópnauðgunina í sumar. Guðni og stjórn KSÍ sagði af sér í lok ágúst í kjölfar umfjöllunar um kynferðisbrot leikmanna og viðbrögð sambandsins. Yfirlýsing Arons Einars í heild sinni Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ Eins og kom fram í fréttum í dag var ég ekki í hópi leikmanna sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi fyrir komandi landsleiki. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að ég lýsti því yfir gagnvart KSÍ að ég gæfi kost á mér, væri í góðu formi og búinn að jafna mig að fullu af nýlegum veikindum. Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ. Á blaðamannafundi var hins vegar spurningum um ástæður valsins lítið svarað. Ég get aðeins dregið þá ályktun að komandi sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að mér yrði slaufað eins og fram hefur komið í fréttum á DV.is. Árangur landsliðsins hefur ekki verið þannig að skynsamlegt sé að setja reyndustu mennina til hliðar og því er það ekki ástæðan. Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki. Fyrir mig, og fjölskyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 landsleikjum gefið alla mína krafta skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn. Þetta er óverjandi staða. Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu. Sem fyrirliði hef ég fyrir löngu lært að axla ábyrgð og það sem nú viðgengst er slaufunarmenning eða útilokunarmenning og hana ætti ekki að líða. Um leið og ég hafna öllu ofbeldi þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan. Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt. Vegna þessa alls hef því ákveðið að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ Eins og kom fram í fréttum í dag var ég ekki í hópi leikmanna sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi fyrir komandi landsleiki. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að ég lýsti því yfir gagnvart KSÍ að ég gæfi kost á mér, væri í góðu formi og búinn að jafna mig að fullu af nýlegum veikindum. Að auki lýsti ég því yfir að ég hefði ekkert gert af mér og var þá að vísa í nýlega umræðu um meintan ofbeldiskúltúr innan KSÍ. Á blaðamannafundi var hins vegar spurningum um ástæður valsins lítið svarað. Ég get aðeins dregið þá ályktun að komandi sjálfkjörin stjórn KSÍ hafi umboðslaus beitt sér fyrir því að mér yrði slaufað eins og fram hefur komið í fréttum á DV.is. Árangur landsliðsins hefur ekki verið þannig að skynsamlegt sé að setja reyndustu mennina til hliðar og því er það ekki ástæðan. Ég hef heldur ekki beðið Arnar Þór um trúnað um þær ástæður að hann velji mig ekki. Fyrir mig, og fjölskyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 landsleikjum gefið alla mína krafta skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn. Þetta er óverjandi staða. Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu. Í ofanálag hefur lögregla aldrei haft samband við mig vegna nokkurs máls. Ég hef engar tilkynningar fengið um að ég hafi á einhverjum tímapunkti verið undir grun og aldrei verið boðaður í yfirheyrslu. Sem fyrirliði hef ég fyrir löngu lært að axla ábyrgð og það sem nú viðgengst er slaufunarmenning eða útilokunarmenning og hana ætti ekki að líða. Um leið og ég hafna öllu ofbeldi þá lýsi ég því yfir að ég hef aldrei gerst brotlegur gagnvart neinum eða neinni. Ég ætla mér ekki að vera meðvirkur gagnvart dómstól götunnar varðandi atvik sem á að hafa átt sér stað fyrir ellefu árum síðan. Hafi einhver eitthvað út á mig að setja þá bið ég viðkomandi vinsamlegast að hlífa mér ekki, ásaka mig frekar og nafngreina og gefa mér kost á að verja mig. Það er heiðarlegt. Vegna þessa alls hef því ákveðið að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum.
KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10
Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33
Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent