Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 08:47 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira