Landsbankinn spáir einnig stýrivaxtahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2021 10:19 Landsbankinn spáir því að stýrivextir hækki um 0,25 prósent í næstu viku. Vísir/Vilhelm Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bankinn spáir því að stýrivextir verði 1,25 prósent eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudaginn í næstu viku. Í Hagsjánni segir að greinendur Landsbankans telji að vaxtahækkun nú væri fremur eðlilegt framhald af síðasta fundi peningastefnunefndar, þar sem tveir nefndarmenn hefðu frekar kosið 0,5 prósentustiga hækkun, fremur en þá 0,25 prósentustiga hækkun sem tilkynnt á síðasta stýrivaxtaákvörðunardegi í ágúst. „Hagkerfið er á leiðinni upp úr öldudalnum, verðbólga yfir markmiði og því eðlilegt að draga aðeins úr slaka peningastefnunnar. Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur krónan veikst lítillega og spáum við að verðbólga verði 4,3% nú á þriðja fjórðungi sem yrði ögn meira en Seðlabankinn spáði í ágúst en þá spáði hann 4,2% verðbólgu,“ segir Hagsjánni. Útiloka ekki 0,5 prósentustiga hækkun Þá segir í Hagsjá bankans að í ljósi þess að tveir nefndarmenn hafi viljað frekari hækkun síðast, sé ekki hægt að útiloka að nú verði stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig. „Það sem mælir hins vegar á móti þörf fyrir brattari stýrivaxtahækkun nú er að enn á eftir að gefa fyrri vaxtahækkunum tíma til að virka að fullu auk þess sem óljóst er hversu kælandi áhrif innleiðing á nýjum reglum um hámarksgreiðslubyrði munu hafa á íbúðamarkaðinn,“ segir í Hagsjánni. Í Hagsjánni, sem lesa má hér, segir einnig að ljóst sé að 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, ofan á fyrri vaxtahækkanir, muni hafa teljandi áhrif á eftirspurn í gegnum vaxtakjör heimila, þar sem um þriðjungur heimila er með fasteignalán á óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Gera má ráð fyrir að slíkir vextir hækki hjá bönkunum ákveði Seðlabankinn að hækka stýrivexti í næstu viku. Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51 Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bankinn spáir því að stýrivextir verði 1,25 prósent eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á miðvikudaginn í næstu viku. Í Hagsjánni segir að greinendur Landsbankans telji að vaxtahækkun nú væri fremur eðlilegt framhald af síðasta fundi peningastefnunefndar, þar sem tveir nefndarmenn hefðu frekar kosið 0,5 prósentustiga hækkun, fremur en þá 0,25 prósentustiga hækkun sem tilkynnt á síðasta stýrivaxtaákvörðunardegi í ágúst. „Hagkerfið er á leiðinni upp úr öldudalnum, verðbólga yfir markmiði og því eðlilegt að draga aðeins úr slaka peningastefnunnar. Frá síðasta fundi nefndarinnar hefur krónan veikst lítillega og spáum við að verðbólga verði 4,3% nú á þriðja fjórðungi sem yrði ögn meira en Seðlabankinn spáði í ágúst en þá spáði hann 4,2% verðbólgu,“ segir Hagsjánni. Útiloka ekki 0,5 prósentustiga hækkun Þá segir í Hagsjá bankans að í ljósi þess að tveir nefndarmenn hafi viljað frekari hækkun síðast, sé ekki hægt að útiloka að nú verði stýrivextir hækkaðir um 0,5 prósentustig. „Það sem mælir hins vegar á móti þörf fyrir brattari stýrivaxtahækkun nú er að enn á eftir að gefa fyrri vaxtahækkunum tíma til að virka að fullu auk þess sem óljóst er hversu kælandi áhrif innleiðing á nýjum reglum um hámarksgreiðslubyrði munu hafa á íbúðamarkaðinn,“ segir í Hagsjánni. Í Hagsjánni, sem lesa má hér, segir einnig að ljóst sé að 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta, ofan á fyrri vaxtahækkanir, muni hafa teljandi áhrif á eftirspurn í gegnum vaxtakjör heimila, þar sem um þriðjungur heimila er með fasteignalán á óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Gera má ráð fyrir að slíkir vextir hækki hjá bönkunum ákveði Seðlabankinn að hækka stýrivexti í næstu viku.
Íslenskir bankar Neytendur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51 Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. 30. september 2021 09:51
Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur. 9. september 2021 11:09
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25. ágúst 2021 08:34