Innlent

Vakta fjörur eftir bilun í hreinsistöð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umrædd hreinsistöð þar sem bilunin kom upp.
Umrædd hreinsistöð þar sem bilunin kom upp. Mynd/Veitur

Komið hefur upp bilun í hreinsistöð við Ánanaust í Reykjavík og fer því óhreinsað skólp í sjó.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir að unnið sé að viðgerð. Vonast er til að henni ljúki í kvöld.

Skólpið, sem fer í sjó um neyðarlúgur, rennur í gegnum síur og ætti því sjáanlegt rusl að vera í minna lagi, að því er segir í tilkynningunni.

Fjörur verða þó vaktaðar og hreinsaðar ef á þarf að halda næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×