Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2021 19:01 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10