Innlent

Ellefu greindust smitaðir á Akureyri í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Akureyri
Akureyri

Ellefu bættust í hóp smitaðra á Akureyri eftir skimun dagsins. 65 er í einangrun í bæjarfélaginu.

Tæplega tvö hundruð mættu í sýnatöku á Akureyri í morgun. Af þeim greindust ellefu smitaðir af kórónuveirunni.

„Við erum núna með 65 sem eru í einangrun. Þar af eru 52 sem hafa dottið inn núna síðustu þrjá daga. Við erum komin með yfir 700 í sóttkví og 550 af þeim duttu inn síðustu þrjá daga,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra.

Hann segir smitin teygja sig inn í grunnskólana. 

„Það er áberandi hvað aldurshópurinn átta til tólf ára er stór þarna. Hann er óbólusettur.“

Lögreglan hvetur forráðamenn íþrótta- og æskulýðsfélaga að slá æfingum og viðburðum á frest hjá unga fólkinu á meðan þetta gengur yfir.

Nánar verður rætt við Hermann í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×