Innlent

Ljósa­staurar í Breið­holti fengu að finna fyrir því

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekið var á tvo ljósastaura í Breiðholti í gær.
Ekið var á tvo ljósastaura í Breiðholti í gær. Vísir/Vilhelm.

Lögreglumenn sem voru við eftirlit í Breiðholti í gærkvöldi urðu vitni að því þegar ökumaður ók á ljósastaur.

Kemur fram í dagbók lögreglu að viðkomandi ökumaður sé grunaður um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Það var ekki eini ljósastaurinn sem fékk að finna fyrir því í Breiðholti í gærkvöldi. Korter fyrir ellefu í gær fékk lögreglu tilkynningu um að ekið hefði verið á ljósastaur í hverfinu.

Lögregla fór á vettvang og voru þrír handteknir í þágu rannsóknar málsins, að því er segir í dagbók lögreglu.

Nokkuð var um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna í gær en minnst sex slík mál voru bókuð hjá lögreglu samkvæmt dagbók hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×