Frá þessu er greint á heimasíðu Watford, en Xisco tók við liðinu í desember á síðasta ári. Undir hans stjórn vann Watford sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Gengi Watford hefur ekki verið upp á marga fiska í úrvalsdeildinni á þessu tímabili, en liðið situr í 14. sæti með sjö stig eftir jafn marga leiki. Xisco stýrði Watford í seinasta skipti í gær þegar að liðið tapaði 1-0 gegn Leeds.
ℹ Watford FC confirms Xisco Muñoz has left his post as the club's Head Coach.
— Watford Football Club (@WatfordFC) October 3, 2021