Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2021 07:00 Bjarney Harðardóttir, eigandi Rammagerðarinnar. Vísir/Vilhelm Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. „Við ákváðum að snúa vörn í sókn með því að opna fleiri verslanir þegar faraldurinn var í rénun,“ segir Bjarney Harðardóttir eigandi Rammagerðarinnar. „Neytendur um allan heim eru orðnir meðvitaðri um áhrif framleiðslu vara og flutnings þeirra á umhverfið. Vörur sem eru hannaðar og framleiddar í nærsamfélaginu hafa því aukið samkeppnisforskot.“ Að snúa vörn í sókn Rammagerðin er ein elsta gjafavöruverslun landsins en hún hefur selt íslenska hönnun frá stofnun eða í rúm 80 ár. Síðustu árin hafa erlendir ferðamenn staðið á bak við stærsta hluta teknanna sem árin fyrir Covid jukust í takt við fjölgun ferðamanna. „Kórónuveirufaraldurinn kom þungt niður á rekstri félagsins í fyrra sem skilaði sér í 80% samdrætti á tekjum á milli ára,“ segir Bjarney og bætir við: „Við vorum að gera upp rekstrarárið í fyrra og með því að ráðast í neyðaraðgerðir þá tókst okkur að lækka rekstrarkostnaðinn um 62% á milli ára en þrátt fyrir það þá hljóðaði tapið upp á 88 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 69%.“ Að sögn Bjarneyjar nýtti félagið sér viðspyrnustyrki stjórnvalda til að takast á við tekjutapið. „Og með aukinni sölu á heimamarkaði og fjölgun ferðamanna hafa tekjur aukist jafnt og þétt á árinu.“ Til að átta sig betur á því hversu þung áhrif heimsfaraldursins voru, má nefna að öllum verslunum Rammagerðarinnar var lokað um tíma nema einni. Þá voru starfsmenn Rammagerðarinnar aðeins tveir í upphafi þessa árs. Í ágúst síðastliðnum voru starfsmenn orðnir 35 talsins. Bjarney segir að þegar verslanirnar voru lokaðar, var reynt að nýta tímann í að undirbúa hvernig viðspyrnan gæti farið fram. „Við notuðum tímann og hittum tugi hönnuða og ræddum með hvaða hætti við gætum náð enn betur til íslenskra viðskiptavina,“ segir Bjarney. Niðurstaðan af þeirri vinnu var að vera með breiðara úrval en áður af íslenskri hönnun en eins að fara í samstarf við hönnuði. Samstarf sem þetta, prófaði Rammagerðin einmitt í miðri Covid-bylgju. „Við fórum í markaðs- og hönnunarsamstarf við unga hönnuði fyrir jólin 2020 sem fékk mjög jákvæð viðbrögð hjá Íslendingum og má nefna því til staðfestingar að salan á Þorláksmessu var hærri en árið á undan í verslun okkar á Skólavörðustíg 12 sem var eina verslunin sem við lokuðum ekki í Covid,“ segir Bjarney. Bjarney og María Meldgaard í verslun Rammagerðarinnar að Skólavörðustíg 12. Bjarney og María sitja í sófa sem er íslensk hönnun.Vísir/Vilhelm Verslanirnar senn sex talsins Verslanir Rammagerðarinnar verða senn sex talsins því nýverið opnaði Rammagerðin verslun í Kringlunni og fljótlega er stefnt á opnun í Hörpu. Aðrar verslanir eru á Skólavörðustíg 7, Skólavörðustíg 12, í Perlunni, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Lava Center á Hvolsvelli. Hver verslun byggir á sínu eigin þema. Sem dæmi má nefna, er versluninni í Kringlunni fyrst og fremst ætlað að höfða til Íslendinga. Sú verslun er sú fyrsta sem býður einvörðungu upp á íslenska vöru og vörumerki en að sögn Bjarneyjar á Hönnunarmars mikinn þátt í því að áhugi Íslendinga á íslenskri hönnun hefur aukist. „Við ætlum að auka samstarfið við hönnuði og grasrótina ásamt því að selja áfram klassíska og þekkta hönnun og handverk,“ segir Bjarney og bendir á að góð hönnun eykur verðmætasköpun og líftíma vara. Þá segir Bjarney síðustu árin hafa einkennst af uppgangi í hönnun og því sé hönnun og listir vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Þá sé íslensk hönnun vel samkeppnishæf við hönnunarvörur annarra þjóða. Það eru mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf að setja sér stefnu í þessum málum og styðja markvisst við íslenska hönnun. Það fæli í sér mikla verðmætasköpun fyrir íslenskt efnahagslíf ef íslenskt atvinnulíf myndi nýta betur innlenda hönnuði í framleiðslu og uppbyggingu í sinni starfsemi. Hönnun skiptir sköpum í upplifun og þjónustu í öllum atvinnugeirum.“ Tíska og hönnun Menning Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
„Við ákváðum að snúa vörn í sókn með því að opna fleiri verslanir þegar faraldurinn var í rénun,“ segir Bjarney Harðardóttir eigandi Rammagerðarinnar. „Neytendur um allan heim eru orðnir meðvitaðri um áhrif framleiðslu vara og flutnings þeirra á umhverfið. Vörur sem eru hannaðar og framleiddar í nærsamfélaginu hafa því aukið samkeppnisforskot.“ Að snúa vörn í sókn Rammagerðin er ein elsta gjafavöruverslun landsins en hún hefur selt íslenska hönnun frá stofnun eða í rúm 80 ár. Síðustu árin hafa erlendir ferðamenn staðið á bak við stærsta hluta teknanna sem árin fyrir Covid jukust í takt við fjölgun ferðamanna. „Kórónuveirufaraldurinn kom þungt niður á rekstri félagsins í fyrra sem skilaði sér í 80% samdrætti á tekjum á milli ára,“ segir Bjarney og bætir við: „Við vorum að gera upp rekstrarárið í fyrra og með því að ráðast í neyðaraðgerðir þá tókst okkur að lækka rekstrarkostnaðinn um 62% á milli ára en þrátt fyrir það þá hljóðaði tapið upp á 88 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 69%.“ Að sögn Bjarneyjar nýtti félagið sér viðspyrnustyrki stjórnvalda til að takast á við tekjutapið. „Og með aukinni sölu á heimamarkaði og fjölgun ferðamanna hafa tekjur aukist jafnt og þétt á árinu.“ Til að átta sig betur á því hversu þung áhrif heimsfaraldursins voru, má nefna að öllum verslunum Rammagerðarinnar var lokað um tíma nema einni. Þá voru starfsmenn Rammagerðarinnar aðeins tveir í upphafi þessa árs. Í ágúst síðastliðnum voru starfsmenn orðnir 35 talsins. Bjarney segir að þegar verslanirnar voru lokaðar, var reynt að nýta tímann í að undirbúa hvernig viðspyrnan gæti farið fram. „Við notuðum tímann og hittum tugi hönnuða og ræddum með hvaða hætti við gætum náð enn betur til íslenskra viðskiptavina,“ segir Bjarney. Niðurstaðan af þeirri vinnu var að vera með breiðara úrval en áður af íslenskri hönnun en eins að fara í samstarf við hönnuði. Samstarf sem þetta, prófaði Rammagerðin einmitt í miðri Covid-bylgju. „Við fórum í markaðs- og hönnunarsamstarf við unga hönnuði fyrir jólin 2020 sem fékk mjög jákvæð viðbrögð hjá Íslendingum og má nefna því til staðfestingar að salan á Þorláksmessu var hærri en árið á undan í verslun okkar á Skólavörðustíg 12 sem var eina verslunin sem við lokuðum ekki í Covid,“ segir Bjarney. Bjarney og María Meldgaard í verslun Rammagerðarinnar að Skólavörðustíg 12. Bjarney og María sitja í sófa sem er íslensk hönnun.Vísir/Vilhelm Verslanirnar senn sex talsins Verslanir Rammagerðarinnar verða senn sex talsins því nýverið opnaði Rammagerðin verslun í Kringlunni og fljótlega er stefnt á opnun í Hörpu. Aðrar verslanir eru á Skólavörðustíg 7, Skólavörðustíg 12, í Perlunni, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Lava Center á Hvolsvelli. Hver verslun byggir á sínu eigin þema. Sem dæmi má nefna, er versluninni í Kringlunni fyrst og fremst ætlað að höfða til Íslendinga. Sú verslun er sú fyrsta sem býður einvörðungu upp á íslenska vöru og vörumerki en að sögn Bjarneyjar á Hönnunarmars mikinn þátt í því að áhugi Íslendinga á íslenskri hönnun hefur aukist. „Við ætlum að auka samstarfið við hönnuði og grasrótina ásamt því að selja áfram klassíska og þekkta hönnun og handverk,“ segir Bjarney og bendir á að góð hönnun eykur verðmætasköpun og líftíma vara. Þá segir Bjarney síðustu árin hafa einkennst af uppgangi í hönnun og því sé hönnun og listir vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Þá sé íslensk hönnun vel samkeppnishæf við hönnunarvörur annarra þjóða. Það eru mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf að setja sér stefnu í þessum málum og styðja markvisst við íslenska hönnun. Það fæli í sér mikla verðmætasköpun fyrir íslenskt efnahagslíf ef íslenskt atvinnulíf myndi nýta betur innlenda hönnuði í framleiðslu og uppbyggingu í sinni starfsemi. Hönnun skiptir sköpum í upplifun og þjónustu í öllum atvinnugeirum.“
Tíska og hönnun Menning Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31