Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2021 07:00 Bjarney Harðardóttir, eigandi Rammagerðarinnar. Vísir/Vilhelm Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. „Við ákváðum að snúa vörn í sókn með því að opna fleiri verslanir þegar faraldurinn var í rénun,“ segir Bjarney Harðardóttir eigandi Rammagerðarinnar. „Neytendur um allan heim eru orðnir meðvitaðri um áhrif framleiðslu vara og flutnings þeirra á umhverfið. Vörur sem eru hannaðar og framleiddar í nærsamfélaginu hafa því aukið samkeppnisforskot.“ Að snúa vörn í sókn Rammagerðin er ein elsta gjafavöruverslun landsins en hún hefur selt íslenska hönnun frá stofnun eða í rúm 80 ár. Síðustu árin hafa erlendir ferðamenn staðið á bak við stærsta hluta teknanna sem árin fyrir Covid jukust í takt við fjölgun ferðamanna. „Kórónuveirufaraldurinn kom þungt niður á rekstri félagsins í fyrra sem skilaði sér í 80% samdrætti á tekjum á milli ára,“ segir Bjarney og bætir við: „Við vorum að gera upp rekstrarárið í fyrra og með því að ráðast í neyðaraðgerðir þá tókst okkur að lækka rekstrarkostnaðinn um 62% á milli ára en þrátt fyrir það þá hljóðaði tapið upp á 88 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 69%.“ Að sögn Bjarneyjar nýtti félagið sér viðspyrnustyrki stjórnvalda til að takast á við tekjutapið. „Og með aukinni sölu á heimamarkaði og fjölgun ferðamanna hafa tekjur aukist jafnt og þétt á árinu.“ Til að átta sig betur á því hversu þung áhrif heimsfaraldursins voru, má nefna að öllum verslunum Rammagerðarinnar var lokað um tíma nema einni. Þá voru starfsmenn Rammagerðarinnar aðeins tveir í upphafi þessa árs. Í ágúst síðastliðnum voru starfsmenn orðnir 35 talsins. Bjarney segir að þegar verslanirnar voru lokaðar, var reynt að nýta tímann í að undirbúa hvernig viðspyrnan gæti farið fram. „Við notuðum tímann og hittum tugi hönnuða og ræddum með hvaða hætti við gætum náð enn betur til íslenskra viðskiptavina,“ segir Bjarney. Niðurstaðan af þeirri vinnu var að vera með breiðara úrval en áður af íslenskri hönnun en eins að fara í samstarf við hönnuði. Samstarf sem þetta, prófaði Rammagerðin einmitt í miðri Covid-bylgju. „Við fórum í markaðs- og hönnunarsamstarf við unga hönnuði fyrir jólin 2020 sem fékk mjög jákvæð viðbrögð hjá Íslendingum og má nefna því til staðfestingar að salan á Þorláksmessu var hærri en árið á undan í verslun okkar á Skólavörðustíg 12 sem var eina verslunin sem við lokuðum ekki í Covid,“ segir Bjarney. Bjarney og María Meldgaard í verslun Rammagerðarinnar að Skólavörðustíg 12. Bjarney og María sitja í sófa sem er íslensk hönnun.Vísir/Vilhelm Verslanirnar senn sex talsins Verslanir Rammagerðarinnar verða senn sex talsins því nýverið opnaði Rammagerðin verslun í Kringlunni og fljótlega er stefnt á opnun í Hörpu. Aðrar verslanir eru á Skólavörðustíg 7, Skólavörðustíg 12, í Perlunni, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Lava Center á Hvolsvelli. Hver verslun byggir á sínu eigin þema. Sem dæmi má nefna, er versluninni í Kringlunni fyrst og fremst ætlað að höfða til Íslendinga. Sú verslun er sú fyrsta sem býður einvörðungu upp á íslenska vöru og vörumerki en að sögn Bjarneyjar á Hönnunarmars mikinn þátt í því að áhugi Íslendinga á íslenskri hönnun hefur aukist. „Við ætlum að auka samstarfið við hönnuði og grasrótina ásamt því að selja áfram klassíska og þekkta hönnun og handverk,“ segir Bjarney og bendir á að góð hönnun eykur verðmætasköpun og líftíma vara. Þá segir Bjarney síðustu árin hafa einkennst af uppgangi í hönnun og því sé hönnun og listir vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Þá sé íslensk hönnun vel samkeppnishæf við hönnunarvörur annarra þjóða. Það eru mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf að setja sér stefnu í þessum málum og styðja markvisst við íslenska hönnun. Það fæli í sér mikla verðmætasköpun fyrir íslenskt efnahagslíf ef íslenskt atvinnulíf myndi nýta betur innlenda hönnuði í framleiðslu og uppbyggingu í sinni starfsemi. Hönnun skiptir sköpum í upplifun og þjónustu í öllum atvinnugeirum.“ Tíska og hönnun Menning Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Sjá meira
„Við ákváðum að snúa vörn í sókn með því að opna fleiri verslanir þegar faraldurinn var í rénun,“ segir Bjarney Harðardóttir eigandi Rammagerðarinnar. „Neytendur um allan heim eru orðnir meðvitaðri um áhrif framleiðslu vara og flutnings þeirra á umhverfið. Vörur sem eru hannaðar og framleiddar í nærsamfélaginu hafa því aukið samkeppnisforskot.“ Að snúa vörn í sókn Rammagerðin er ein elsta gjafavöruverslun landsins en hún hefur selt íslenska hönnun frá stofnun eða í rúm 80 ár. Síðustu árin hafa erlendir ferðamenn staðið á bak við stærsta hluta teknanna sem árin fyrir Covid jukust í takt við fjölgun ferðamanna. „Kórónuveirufaraldurinn kom þungt niður á rekstri félagsins í fyrra sem skilaði sér í 80% samdrætti á tekjum á milli ára,“ segir Bjarney og bætir við: „Við vorum að gera upp rekstrarárið í fyrra og með því að ráðast í neyðaraðgerðir þá tókst okkur að lækka rekstrarkostnaðinn um 62% á milli ára en þrátt fyrir það þá hljóðaði tapið upp á 88 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 69%.“ Að sögn Bjarneyjar nýtti félagið sér viðspyrnustyrki stjórnvalda til að takast á við tekjutapið. „Og með aukinni sölu á heimamarkaði og fjölgun ferðamanna hafa tekjur aukist jafnt og þétt á árinu.“ Til að átta sig betur á því hversu þung áhrif heimsfaraldursins voru, má nefna að öllum verslunum Rammagerðarinnar var lokað um tíma nema einni. Þá voru starfsmenn Rammagerðarinnar aðeins tveir í upphafi þessa árs. Í ágúst síðastliðnum voru starfsmenn orðnir 35 talsins. Bjarney segir að þegar verslanirnar voru lokaðar, var reynt að nýta tímann í að undirbúa hvernig viðspyrnan gæti farið fram. „Við notuðum tímann og hittum tugi hönnuða og ræddum með hvaða hætti við gætum náð enn betur til íslenskra viðskiptavina,“ segir Bjarney. Niðurstaðan af þeirri vinnu var að vera með breiðara úrval en áður af íslenskri hönnun en eins að fara í samstarf við hönnuði. Samstarf sem þetta, prófaði Rammagerðin einmitt í miðri Covid-bylgju. „Við fórum í markaðs- og hönnunarsamstarf við unga hönnuði fyrir jólin 2020 sem fékk mjög jákvæð viðbrögð hjá Íslendingum og má nefna því til staðfestingar að salan á Þorláksmessu var hærri en árið á undan í verslun okkar á Skólavörðustíg 12 sem var eina verslunin sem við lokuðum ekki í Covid,“ segir Bjarney. Bjarney og María Meldgaard í verslun Rammagerðarinnar að Skólavörðustíg 12. Bjarney og María sitja í sófa sem er íslensk hönnun.Vísir/Vilhelm Verslanirnar senn sex talsins Verslanir Rammagerðarinnar verða senn sex talsins því nýverið opnaði Rammagerðin verslun í Kringlunni og fljótlega er stefnt á opnun í Hörpu. Aðrar verslanir eru á Skólavörðustíg 7, Skólavörðustíg 12, í Perlunni, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Lava Center á Hvolsvelli. Hver verslun byggir á sínu eigin þema. Sem dæmi má nefna, er versluninni í Kringlunni fyrst og fremst ætlað að höfða til Íslendinga. Sú verslun er sú fyrsta sem býður einvörðungu upp á íslenska vöru og vörumerki en að sögn Bjarneyjar á Hönnunarmars mikinn þátt í því að áhugi Íslendinga á íslenskri hönnun hefur aukist. „Við ætlum að auka samstarfið við hönnuði og grasrótina ásamt því að selja áfram klassíska og þekkta hönnun og handverk,“ segir Bjarney og bendir á að góð hönnun eykur verðmætasköpun og líftíma vara. Þá segir Bjarney síðustu árin hafa einkennst af uppgangi í hönnun og því sé hönnun og listir vaxandi stoð í íslensku samfélagi. Þá sé íslensk hönnun vel samkeppnishæf við hönnunarvörur annarra þjóða. Það eru mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf að setja sér stefnu í þessum málum og styðja markvisst við íslenska hönnun. Það fæli í sér mikla verðmætasköpun fyrir íslenskt efnahagslíf ef íslenskt atvinnulíf myndi nýta betur innlenda hönnuði í framleiðslu og uppbyggingu í sinni starfsemi. Hönnun skiptir sköpum í upplifun og þjónustu í öllum atvinnugeirum.“
Tíska og hönnun Menning Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Sjá meira
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31