Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 10:00 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. Smáforrið er sérstaklega hannað til að auðvelda dyravörðum og öðrum sem sinna gæslu fyrir viðburði að sannprófa gildi vottorða. Er þetta gert með því að lesa QR-kóða vottorðsins, hvort sem það er af skjá eða af pappír. Samkvæmt gildandi samkomutakmarkönum er heimilt að hafa allt að 1.500 manns á viðburðum, svo lengi sem gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Þekkir vottorð frá 43 löndum Þar sem Skanni C-19 er sérhannaður vegna takmarkana á fjöldasamkomum þá munu einungis þau vottorð teljast gild í Skanna C-19 forritinu sem staðfesta neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi og hraðprófi. Bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri veikindi munu ekki teljast gild í forritinu. Greint er frá þessu á vef landlæknisembættisins en ef vottorðið er gilt þá birtist grænn flötur á skjánum, en annars rauður flötur. Skanni C-19 les einnig nafn og fæðingardag vottorðshafans þannig að hægt sé að tengja við önnur persónuskilríki. Grænn flötur birtist á skjánum þegar vottorð hefur verið sannreynt.Embætti landlæknis Öll Covid-19 vottorð sem gefin eru út hér á landi með QR-kóða eru samræmd við evrópsku EU Digital COVID Certificate (EU DCC) vottorðin. Skanni C-19 mun því geta lesið Covid-19 vottorð frá alls 43 löndum sem gefa út EU DCC vottorð. Að sögn landlæknisembættisins geymir Skanni C-19 engar upplýsingar úr QR-kóða vottorðsins. Sannprófun á vottorðinu fer fram í smáforritinu sjálfu svo það þarf ekki tengingu við ytra kerfi þegar QR-kóðinn er lesinn og staðfestur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Smáforrið er sérstaklega hannað til að auðvelda dyravörðum og öðrum sem sinna gæslu fyrir viðburði að sannprófa gildi vottorða. Er þetta gert með því að lesa QR-kóða vottorðsins, hvort sem það er af skjá eða af pappír. Samkvæmt gildandi samkomutakmarkönum er heimilt að hafa allt að 1.500 manns á viðburðum, svo lengi sem gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Þekkir vottorð frá 43 löndum Þar sem Skanni C-19 er sérhannaður vegna takmarkana á fjöldasamkomum þá munu einungis þau vottorð teljast gild í Skanna C-19 forritinu sem staðfesta neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi og hraðprófi. Bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri veikindi munu ekki teljast gild í forritinu. Greint er frá þessu á vef landlæknisembættisins en ef vottorðið er gilt þá birtist grænn flötur á skjánum, en annars rauður flötur. Skanni C-19 les einnig nafn og fæðingardag vottorðshafans þannig að hægt sé að tengja við önnur persónuskilríki. Grænn flötur birtist á skjánum þegar vottorð hefur verið sannreynt.Embætti landlæknis Öll Covid-19 vottorð sem gefin eru út hér á landi með QR-kóða eru samræmd við evrópsku EU Digital COVID Certificate (EU DCC) vottorðin. Skanni C-19 mun því geta lesið Covid-19 vottorð frá alls 43 löndum sem gefa út EU DCC vottorð. Að sögn landlæknisembættisins geymir Skanni C-19 engar upplýsingar úr QR-kóða vottorðsins. Sannprófun á vottorðinu fer fram í smáforritinu sjálfu svo það þarf ekki tengingu við ytra kerfi þegar QR-kóðinn er lesinn og staðfestur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira