Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 10:00 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. Smáforrið er sérstaklega hannað til að auðvelda dyravörðum og öðrum sem sinna gæslu fyrir viðburði að sannprófa gildi vottorða. Er þetta gert með því að lesa QR-kóða vottorðsins, hvort sem það er af skjá eða af pappír. Samkvæmt gildandi samkomutakmarkönum er heimilt að hafa allt að 1.500 manns á viðburðum, svo lengi sem gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Þekkir vottorð frá 43 löndum Þar sem Skanni C-19 er sérhannaður vegna takmarkana á fjöldasamkomum þá munu einungis þau vottorð teljast gild í Skanna C-19 forritinu sem staðfesta neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi og hraðprófi. Bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri veikindi munu ekki teljast gild í forritinu. Greint er frá þessu á vef landlæknisembættisins en ef vottorðið er gilt þá birtist grænn flötur á skjánum, en annars rauður flötur. Skanni C-19 les einnig nafn og fæðingardag vottorðshafans þannig að hægt sé að tengja við önnur persónuskilríki. Grænn flötur birtist á skjánum þegar vottorð hefur verið sannreynt.Embætti landlæknis Öll Covid-19 vottorð sem gefin eru út hér á landi með QR-kóða eru samræmd við evrópsku EU Digital COVID Certificate (EU DCC) vottorðin. Skanni C-19 mun því geta lesið Covid-19 vottorð frá alls 43 löndum sem gefa út EU DCC vottorð. Að sögn landlæknisembættisins geymir Skanni C-19 engar upplýsingar úr QR-kóða vottorðsins. Sannprófun á vottorðinu fer fram í smáforritinu sjálfu svo það þarf ekki tengingu við ytra kerfi þegar QR-kóðinn er lesinn og staðfestur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Smáforrið er sérstaklega hannað til að auðvelda dyravörðum og öðrum sem sinna gæslu fyrir viðburði að sannprófa gildi vottorða. Er þetta gert með því að lesa QR-kóða vottorðsins, hvort sem það er af skjá eða af pappír. Samkvæmt gildandi samkomutakmarkönum er heimilt að hafa allt að 1.500 manns á viðburðum, svo lengi sem gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Þekkir vottorð frá 43 löndum Þar sem Skanni C-19 er sérhannaður vegna takmarkana á fjöldasamkomum þá munu einungis þau vottorð teljast gild í Skanna C-19 forritinu sem staðfesta neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi og hraðprófi. Bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri veikindi munu ekki teljast gild í forritinu. Greint er frá þessu á vef landlæknisembættisins en ef vottorðið er gilt þá birtist grænn flötur á skjánum, en annars rauður flötur. Skanni C-19 les einnig nafn og fæðingardag vottorðshafans þannig að hægt sé að tengja við önnur persónuskilríki. Grænn flötur birtist á skjánum þegar vottorð hefur verið sannreynt.Embætti landlæknis Öll Covid-19 vottorð sem gefin eru út hér á landi með QR-kóða eru samræmd við evrópsku EU Digital COVID Certificate (EU DCC) vottorðin. Skanni C-19 mun því geta lesið Covid-19 vottorð frá alls 43 löndum sem gefa út EU DCC vottorð. Að sögn landlæknisembættisins geymir Skanni C-19 engar upplýsingar úr QR-kóða vottorðsins. Sannprófun á vottorðinu fer fram í smáforritinu sjálfu svo það þarf ekki tengingu við ytra kerfi þegar QR-kóðinn er lesinn og staðfestur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira