Innlent

Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar.

Núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir fram á miðvikudag næstkomandi, eða 6. október.

Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Flestir þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir, alls sautján einstaklingar. Sjö voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 369 í einangrun með virkt smit og 1.816 í sóttkví. Í heildina voru rúmlega 900 sýni tekin innanlands í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×