MAGNEA - Made in Reykjavík tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. október 2021 09:01 Made in Reykjavík fatalína Magneu Einarsdóttur fatahönnuðar hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands í ár. Magnea Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, Made in Reykjavík hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi. Verðlaunaafhendingin og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Í umsögn dómnefndar segir: „MAGNEA - made in reykjavík er fatalína eftir Magneu Einarsdóttur fatahönnuð. Um er að ræða vandaðar yfirhafnir hannaðar með tímalausum sniðum og framleiddar úr 100% íslenskri ull. Magnea hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega nálgun sína við prjón og efnismeðferð á íslenskri ull sem hún hefur þróað. Fágað litaval og listræn framsetning undirstrika nýstárlega möguleika íslensku ullarinnar sem spennandi efnis í fatnað fyrir nútímafólk. Í framleiðsluferli Made in Reykjavík er lögð áhersla á atriði sem stuðla að aukinni sjálfbærni í tískuiðnaði – eins og rekjanleika, gagnsæi og staðbundna framleiðslu. Útkoman er einstaklega vel heppnuð, fáguð, nútímaleg og jafnframt tímalaus hönnun úr íslensku hráefni.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau hér á Vísi næstu daga. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021: MAGNEA - made in Reykjavík Made in Reykjavík Made in Reykjavík er undirlína fatamerksins MAGNEA og samanstendur af yfirhöfnum úr íslenskri ull. Fatamerkið MAGNEA býður upp á fjölbreytt úrval prjónavöru úr náttúrulegum hráefnum. Yfirhafnir úr íslenskri ull eru hluti vöruúrvalsins og kynntar sérstaklega undir heitinu made in reykjavík sem vekur um leið athygli á uppruna vörunnar sem framleidd er í Reykjavík. Með verkefninu vill hönnuður stuðla að auknum rekjanleika og gegnsæi en þau atriði eru talin aflgjafi aukinnar sjálfbærni í tískuiðnaði. Það sem er einstakt við virðiskeðju verkefnisins er að allt ferli vörunnar gerist innan höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða vörunnar er sú að hugvitið, hráefnið og framleiðslan er öll unnin á sama stað sem gefur gæðastimpil og minnkar kolefnisspor. Samhliða þróun vörumerkisins hefur sérhæfing hönnuðarins í prjóni nýst til að kanna framleiðslumöguleika og nýta hráefni hér á landi í hágæða tískuvöru. Um hönnuðinn Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri. MAGNEA er “slow fashion" tískumerki sem var stofnað árið 2015. Magnea er einn eigenda íslensku hönnunarverslunarinnar Kiosk við Grandagarð 35 þar sem línan er fáanleg til sölu. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður.Magnea Um verðlaunin Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Íslandsstofu , Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins . Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tískudrottningar landsins sameinuðust í afmælisboði Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu. 23. september 2021 09:02 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Verðlaunaafhendingin og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Í umsögn dómnefndar segir: „MAGNEA - made in reykjavík er fatalína eftir Magneu Einarsdóttur fatahönnuð. Um er að ræða vandaðar yfirhafnir hannaðar með tímalausum sniðum og framleiddar úr 100% íslenskri ull. Magnea hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega nálgun sína við prjón og efnismeðferð á íslenskri ull sem hún hefur þróað. Fágað litaval og listræn framsetning undirstrika nýstárlega möguleika íslensku ullarinnar sem spennandi efnis í fatnað fyrir nútímafólk. Í framleiðsluferli Made in Reykjavík er lögð áhersla á atriði sem stuðla að aukinni sjálfbærni í tískuiðnaði – eins og rekjanleika, gagnsæi og staðbundna framleiðslu. Útkoman er einstaklega vel heppnuð, fáguð, nútímaleg og jafnframt tímalaus hönnun úr íslensku hráefni.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau hér á Vísi næstu daga. Klippa: Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021: MAGNEA - made in Reykjavík Made in Reykjavík Made in Reykjavík er undirlína fatamerksins MAGNEA og samanstendur af yfirhöfnum úr íslenskri ull. Fatamerkið MAGNEA býður upp á fjölbreytt úrval prjónavöru úr náttúrulegum hráefnum. Yfirhafnir úr íslenskri ull eru hluti vöruúrvalsins og kynntar sérstaklega undir heitinu made in reykjavík sem vekur um leið athygli á uppruna vörunnar sem framleidd er í Reykjavík. Með verkefninu vill hönnuður stuðla að auknum rekjanleika og gegnsæi en þau atriði eru talin aflgjafi aukinnar sjálfbærni í tískuiðnaði. Það sem er einstakt við virðiskeðju verkefnisins er að allt ferli vörunnar gerist innan höfuðborgarsvæðisins. Sérstaða vörunnar er sú að hugvitið, hráefnið og framleiðslan er öll unnin á sama stað sem gefur gæðastimpil og minnkar kolefnisspor. Samhliða þróun vörumerkisins hefur sérhæfing hönnuðarins í prjóni nýst til að kanna framleiðslumöguleika og nýta hráefni hér á landi í hágæða tískuvöru. Um hönnuðinn Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Í hönnun sinni leggur Magnea áherslu á nýstárleg efni, prjón og fleira. Fatalínur hönnuðarins eru byggðar á hugmyndafræði hennar um ferska og sjálfbæra nálgun á prjón og íslenska ull. Með áherslu á tilraunir og handverk, litasamsetningar og smáatriði skapar hönnuðurinn og þróar ný efni fyrir hverja línu og útfærir vandlega í einföld form og nútímalega hönnun fyrir konur á öllum aldri. MAGNEA er “slow fashion" tískumerki sem var stofnað árið 2015. Magnea er einn eigenda íslensku hönnunarverslunarinnar Kiosk við Grandagarð 35 þar sem línan er fáanleg til sölu. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður.Magnea Um verðlaunin Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Íslandsstofu , Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins .
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tískudrottningar landsins sameinuðust í afmælisboði Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu. 23. september 2021 09:02 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískudrottningar landsins sameinuðust í afmælisboði Verslunin Kiosk Granda varð eins árs á dögunum og slógu hönnuðirnir Anita Hirlekar, Eygló, Hlín Reykdal, Magnea Einars og Helga Lilja upp ótrúlega flottri afmælisveislu. 23. september 2021 09:02