Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 11:00 Sergio Kun Aguero hefur ekki enn spilað fyrir Barcelona á leiktíðinni því hann meiddist á síðustu æfingu fyrir fyrsta leikinn. Getty/David S. Bustamante Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira