Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 11:00 Sergio Kun Aguero hefur ekki enn spilað fyrir Barcelona á leiktíðinni því hann meiddist á síðustu æfingu fyrir fyrsta leikinn. Getty/David S. Bustamante Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira