Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 11:50 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina í röð í morgun þegar meginvextir bankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,5 prósent. Búast má við að viðskiptabankarnir hækki bráðlega húsnæðislánavexti sína í framhaldinu. Vísir/Vilhelm Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30