Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri

Sindri Sverrisson skrifar
Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson mynda markvarðatríó íslenska landsliðsins nú þegar Hannes Þór Halldórsson hefur sagt sitt síðasta með landsliðinu.
Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson mynda markvarðatríó íslenska landsliðsins nú þegar Hannes Þór Halldórsson hefur sagt sitt síðasta með landsliðinu. vísir/Sigurjón

Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM.

Ísland mætir Armeníu á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og svo Liechtenstein á sama stað á mánudaginn. 

Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason og markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, báðir 21 árs gamlir, svöruðu spurningum á fundinum í dag. Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan og það helsta sem bar á góma má lesa um í textalýsingunni neðst í fréttinni.

Ísland er í næstneðsta sæti J-riðils eftir sex umferðir af tíu. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM en næstefsta liðið í umspil. 

Staðan í riðlinum: Þýskaland 15, Armenía 11, Rúmenía 10, Norður-Makedónía 9, Ísland 4, Liechtenstein 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×