Tillaga Sjálfstæðisflokksins brot á innkaupareglum borgarinnar Sabine Leskopf skrifar 6. október 2021 17:31 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun