Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að sporna gegn þenslu og verðbólgu, en á þeirri frétt eru margar hliðar sem Heimir Már Pétursson mun skoða í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Seðlabankastjóri vonast þó til að sljákka muni á miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis, jafnvel þótt varla muni draga úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstunni.

Laugardalshöllinni var umturnað svo þar gæti farið fram heimsmeistaramótið í League of Legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Þar var Elísabet Inga Sigurðardóttir og hún mun upplýsa okkur um eina dýrustu sjónvarpsútsendingu Íslandssögunnar, sem fær meira áhorf en Eurovision og Game of Thrones og skilar að sögn skipuleggjenda nokkrum milljörðum í þjóðarbúið.

Kjörbréfanefnd kemur við sögu í fréttatímanum, landslið skógarhöggsmanna fyrir norðan og svo komumst við að því hvers vegna íslenska sauðkindin er í aðalhlutverki á Suðurlandi þessa dagana.

Þarna er fátt eitt upptalið, en það er sannarlega fjölbreyttur fréttatími framundan, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálfsjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×