Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:21 Lækkun vaxta undanfarið ár hefur hvatt fólk til að breyta húsnæðislánum úr verðtryggðum í verðtryggð og skapað mikla umframeftirspurn eftir húsnæði. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu. Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í dag er verðbólgan drifin áfram af miklum skorti á íbúðarhúsnæði sem aftur hefur leitt til mikilla verðhækkana. Eitt helsta stýritæki Seðlabankans til að berjast á móti verðbólgunni er hækkun vaxta. Í dag hækkaði bankinn meginvexti sína um 0,25 prósentur og eru vextirnir þá komnir í 1,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu án húsnæðisliðar komna að markmiði Seðlabankans. Seðlabankastjóri telur að nýlegar aðgerðir fjármálastöðugleikanefndar um takmörk á greiðslubyrði fólks og vaxtahækkanir muni draga úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis.Vísir/Vilhelm „Við teljum að í samhengi við þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd hefur gripið til varðandi takmörkun á veðsetningu. Takmörkun í raun á greiðslubyrði fólks muni með vaxtahækkunum leiða til þess að fasteignaverð hætti að hækka,“ segir Ásgeir. Verðbólga mælist nú 4,4 prósent og hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans frá því í júní í fyrra. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag er sú þriðja í röðinni en lægst fóru meginvextirnir í 0,75 prósent eftir að þeir byrjuðu að lækka hratt í upphafi síðasta árs. Þær lækkanir leiddu síðan til mikillar umframeftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði og hafa íbúðir bæði selst hratt og langt yfir fasteignamati og jafnvel yfir ásettu verði. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikinn skort hafa verið á íbúðahúsnæði að undanförnu og verð hækkað eftir því. Ólafur Sindri Helgason yfirhagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir enn mikinn skort vera á íbúðarhúsnæði.Stöð 2/Arnar „Miðað við þær aðgerðir sem hefur verið gripið til mun væntanlega draga úr þessari þenslu. Hins vegar er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði enn þá. Það er í raun og veru ekki mikið af íbúðum að koma sem mætir þessari eftirspurn,“ segir Ólafur Sindri. Vaxtalækkanir sem áður hvöttu fólk til íbúðakaupa og breytinga á húsnæðislánum úr verðtryggðum í óverðtryggð, eru nú aðaldrifkrafturinn í verðbólgunni. „Íbúðafjárfesting núna á fyrstu tveimur ársfjórðungum er neikvæð um sjö prósent. En í fyrra var enginn samdráttur í íbúðafjárfestingum,“ segir Ólafur Sindri. En seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á öðrum sviðum. Vonandi verði verðbólgumarkmiðum náð um mitt næsta ár. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera.“ Þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Húsnæðismál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50