„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:10 Kveðjuleikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Breiðablik var gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í kvöld. vísir/vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. „Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega í vörninni. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla og fengum tækifæri til að skora en það gekk ekki. Ég held að þetta hafi verið fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Það hlýtur að vera að liðið geti náð góðum árangri ef við spilum svona,“ sagði Vilhjálmur á blaðamannafundi eftir leik. Hann segir að Blikar hafi farið inn í leikinn fullar sjálfstrausts og ætlað sér að ná í stig gegn frönsku meisturunum. Einbeittur og hungraður hópur „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stefndi í það á tímabili. Við höfðum mikla trú á verkefninu. Og það sem hefur skipt miklu máli fyrir okkur að undanförnu er að hópurinn hefur verið mjög einbeittur og hungraður. Það skein í gegn í dag og er komið til að vera í þessari keppni. Það verður erfitt að koma hingað og spila gegn Breiðabliki,“ sagði Vilhjálmur. „Mér fannst liðið flott og búa til flotta kvöldstund fyrir tæplega 1500 áhorfendur. Við buðum upp á fínan leik gegn einu besta liði í heimi.“ Virkilega gaman að enda þetta svona Vilhjálmur var heiðraður eftir leik, þakkað fyrir góð störf og áhorfendur á Kópavogsvelli klöppuðu honum lof í lófa. „Þetta var æðislegt. Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og við gátum ekki eytt heilli viku í undirbúning. Við notuðum eiginlega bara eina æfingu til að undirbúa þessar varnarfærslur. Svo byggjum við alltaf á okkar leik. Það var virkilega gaman að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30