Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Arnars og Birkis fyrir leikinn við Armeníu

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Þór Viðarsson og hans menn í íslenska landsliðinu þurfa á stigum að halda í undankeppni HM eftir rýra uppskeru til þessa.
Arnar Þór Viðarsson og hans menn í íslenska landsliðinu þurfa á stigum að halda í undankeppni HM eftir rýra uppskeru til þessa. vísir/vilhelm

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og Birkir Bjarnason svöruðu spurningum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag fyrir leik Íslands og Armeníu í undankeppni HM annað kvöld.

Arnar upplýsti á fundinum að Birkir yrði fyrirliði Íslands á morgun en Birkir spilar þá sinn 102. A-landsleik.

Fundurinn var í beinni útsendingu sem sjá má hér að neðan. Neðst í greininni má sjá textalýsingu með öllu því helsta sem fram kom á fundinum.

Ísland mætir Armeníu á föstudaginn og Liechtenstein næsta mánudag í síðustu tveimur heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2022. Ísland er í næstneðsta sæti J-riðils eftir sex umferðir af tíu. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM en næstefsta liðið í umspil. 

Staðan í riðlinum: Þýskaland 15, Armenía 11, Rúmenía 10, Norður-Makedónía 9, Ísland 4, Liechtenstein 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×