Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Sænsku akademíunnar í Stokkhólmi í dag.
Í rökstuðningi dómnefndar segir að Gurnah hljóti verðlaunin fyrir einarðar og samúðarfullar frásagnir hans af áhrifum nýlendustefnu og örlögum flóttamanna í hyldýpinu milli menningarheima og heimsálfa.
Hinn 72 ára Gurnah fæddist á Zanzibar, en hefur verið búsettur á Bretlandseyjum síðustu áratugi.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2021
The 2021 #NobelPrize in Literature is awarded to the novelist Abdulrazak Gurnah for his uncompromising and compassionate penetration of the effects of colonialism and the fate of the refugee in the gulf between cultures and continents. pic.twitter.com/zw2LBQSJ4j
Skáldsögur Gurnah:
- Memory of Departure (1987)
- Pilgrims Way (1988)
- Dottie (1990)
- Paradise (1994)
- Admiring Silence (1996)
- By the Sea (2001)
- Desertion (2005)
- The Last Gift (2011)
- Gravel Heart (2017)
- Afterlives (2020)
Bandaríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Louise Glück hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á síðasta ári.