Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í beinni klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í beinni klukkan 18:30. vísir/Stöð2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík.

Við fjöllum líka um niðurstöðu óháðrar nefndar sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að að ekki sé hægt að útiloka að bólusetningar gegn Covid-19 hafi raskað tíðarhring kvenna í nokkrum tilfellum hér á landi.

Þá verður fjallað gagnrýni Isavia á harðar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hér á landi. Isavia segir að ef Ísland ætlar að hafa harðari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum en samkeppnislöndin, þá verði þjóðarbúið af tugum milljarða í tekjur.

Þetta og margt fleira í fréttum okkar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×