Mælingar truflast áfram vegna rigningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2021 12:01 Skriðan sem féll á Seyðisfirði í desember er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Um klukkan níu í gærkvöldi stytti upp eftir um fjörutíu millimetra úrkomu líkt og spáð var. Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðará í skriðusárinu sem myndaðist í skriðuföllunum í desember í fyrra og er hættustig því enn í gildi. „Þetta eru orðnir rúmir fjórir sentimetrar þar sem mælist mest síðan á sunnudag,” segir Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Almannavarnir tilkynntu í morgun að vegna úrkomunnar og þeirrar óvissu sem henni fylgi fái íbúar á rýmingarsvæðum ekki að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Hreyfingar síðasta sólarhring mældar með Bylgjuvíxlmælingu. Hreyfingin er svipuð og verið hefur frá því á sunnudag.Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands Magni segir erfitt að bera saman hreyfingarnar sem nú mælist við hreyfingarnar í fyrra, þar sem önnur tækni sé nú til staðar. „Þá var þetta sama mælakerfi ekki komið upp. Þannig að við höfum svo sem ekki beinan samanburð en svona miðað við sjónmat þá er þetta væntanlega mun minni hreyfing heldur en var,” segir hann en bætir við að hreyfingarnar séu engu að síður töluverðar. „Á þessum tíma er þetta mikil hreyfing, verður að teljast,” segir Magni. Ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingum við Búðará í fyrra þar sem mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni, en hamfararigning hafði verið í bænum dagana áður en stóra skriðan féll. Nýir mælar voru settir upp í kjölfarið en þeir eru þó áfram að vissu leyti bundnir við góðar aðstæður. Þannig varð truflun á alstöðinni í rigningunni í gær og hefur hún enn ekki farið rétt í gang eftir að stytti upp. „GPS tækin og radarskanninn þau virka alveg óháð aðstæðum hvort sem það er rigning eða þoka. Alstöðin mælir með lasermælingu, hún þarf gott skyggni þannig að hún truflast eins og í úrkomunni í gær og þá eru truflanir á þeim þá þurfum við að styðjast við radargögnin og GPS mælingar í gegnum svoleiðis atburði.” Íbúafundur verður haldinn á Teams og í Herðubreið klukkan sextán þar sem fulltrúar Veðurstofu munu svara spurningum. Íbúar á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira