Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:00 Allan Saint-Maximin og liðsfélagar í Newcastle United eru komnir með nýja eigendur. Ian MacNicol/Getty Images Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Samkvæmt frétt The Guardian um málið vilja félög deildarinnar fá að vita af hverju yfirtaka Sádanna fékk allt í einu að ganga í gegn og það svo auðveldlega. Í mars á síðasta ári fóru orðrómar á kreik að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hefði áhuga á að kaupa Newcastle United. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka fjórum mánuðum síðar. Nú hafa kaup Opinbera fjárfestingasjóðsins (PIF), sádiarabísks sjóðs sem krónprinsinn stýrir, á Newcastle verið staðfest. Á PIF nú 80 prósent hlut í félaginu. Félög ensku úrvalsdeildarinnar telja að nýir eigendur Newcastle geti skaðað ímynd deildarinnar en áðurnefndur krónprins, Mohammed bin Salman, stóð að baki morði blaðamannsins Jamals Khashoggi fyrir þremur árum síðan en lík hans hefur aldrei fundist. Forráðamenn annarra liða í deildinni eru ósátt með að hafa ekki fengið að vita að möguleg yfirtaka á Newcastle yrði leyfð. Málið var ekki tekið upp á fundi deildarinnar með forráðamönnum liðanna fyrir tveimur vikum síðar. Á fimmtudaginn voru kaupin hins vegar staðfest og Newcastle United á nú ríkustu eigendur í heimsfótbolta. Þó svo að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi fengið loforð þess efnis að ríkisstjórn Sádi-Arabíu muni ekki skipta sér af liðinu má reikna með að hún muni dæla peningum í félagið. Það mun að öllum líkindum koma í ljós um leið og félagaskiptaglugginn í janúar opnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31 Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51
Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess. 7. október 2021 08:31
Átök á æfingu Newcastle og fyrirliðinn þurfti að skakka leikinn Leikmanni og aðstoðarþjálfara Newcastle United lenti saman á æfingasvæði liðsins í vikunni. Fyrirliði liðsins þurfti að skerast í leikinn. 17. september 2021 08:00