Skortur á blómkáli og brokkolí rakinn til tollalaga Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 17:30 Skortur hefur verið á ýmsum grænmetistegundum í ár. Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli. Þá hefur sellerí verið ófáanlegt að undanförnu. Félag atvinnurekenda biðlar til Alþingsmanna um að breyta búvörulögum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli í matvöruverslunum á Íslandi um þessar mundir að sögn Félags atvinnurekenda (FA). Á vef félagsins er þessi skortur rakinn til sömu orsaka og landlægur sellerýskortur fyrr í haust, hárra innflutningstolla á innflutt grænmeti á meðan framboð er lítið af innlendri uppskeru. Telur félagið brýnt að vinna bug á skortinum með því að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. Þar segir einnig að innlendir dreifingaraðilar hafi undanfarna viku fengið innan við 10% upp í pantanir sínar af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí. Fram til 15. október leggist svo háir tollar á þessar vörur, sem geti valdið tvö- til þreföldun á innkaupsverði þeirra. Felldu út ákvæði um skortkvóta Árið 2019 voru felld úr búvörulögum ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn. Þess í stað voru skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru, aðallega grænmeti, á lægri eða engum tolli. Tollar leggjast á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og á blómkál og sellerí frá 15. ágúst til 15. október. Félagið segist þá þegar hafa varað við afleiðingunum sem nú hafa komið í ljós. Samkvæmt þeim upplýsingum FA hefur aflað sér er líklegt að eitthvað verði flutt inn í næstu viku af blómkáli og spergilkáli til að bæta úr brýnum skorti, en ljóst er að varan verður að minnsta kosti tvöfalt dýrari en hún þyrfti að vera vegna hinna háu tolla. „Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið“ „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra FA. „Eitt af markmiðum búvörulaga er að nægjanlegt vöruframboð sé ávallt tryggt við breytilegar aðstæður í landinu. Það markmið næst augljóslega ekki eins og lögin eru nú úr garði gerð og blasir við að Alþingi þurfi að breyta þeim. Best væri að það gerðist sem allra fyrst eftir að þing kemur saman í haust.“ Ólafur Stephensen segir þörf á breyting á búvörulögum til að koma í veg fyrir vöruskort.Stöð 2/Arnar Ólafur bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí. „Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“ Neytendur Verslun Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53 Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á vef félagsins er þessi skortur rakinn til sömu orsaka og landlægur sellerýskortur fyrr í haust, hárra innflutningstolla á innflutt grænmeti á meðan framboð er lítið af innlendri uppskeru. Telur félagið brýnt að vinna bug á skortinum með því að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. Þar segir einnig að innlendir dreifingaraðilar hafi undanfarna viku fengið innan við 10% upp í pantanir sínar af blómkáli og spergilkáli og ekkert sellerí. Fram til 15. október leggist svo háir tollar á þessar vörur, sem geti valdið tvö- til þreföldun á innkaupsverði þeirra. Felldu út ákvæði um skortkvóta Árið 2019 voru felld úr búvörulögum ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn. Þess í stað voru skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru, aðallega grænmeti, á lægri eða engum tolli. Tollar leggjast á spergilkál frá 1. júlí til 15. október og á blómkál og sellerí frá 15. ágúst til 15. október. Félagið segist þá þegar hafa varað við afleiðingunum sem nú hafa komið í ljós. Samkvæmt þeim upplýsingum FA hefur aflað sér er líklegt að eitthvað verði flutt inn í næstu viku af blómkáli og spergilkáli til að bæta úr brýnum skorti, en ljóst er að varan verður að minnsta kosti tvöfalt dýrari en hún þyrfti að vera vegna hinna háu tolla. „Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið“ „Þetta ástand er augljóslega óviðunandi og bitnar hart á neytendum. Varan er ýmist ekki til eða kostar alltof mikið,“ er haft eftir Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra FA. „Eitt af markmiðum búvörulaga er að nægjanlegt vöruframboð sé ávallt tryggt við breytilegar aðstæður í landinu. Það markmið næst augljóslega ekki eins og lögin eru nú úr garði gerð og blasir við að Alþingi þurfi að breyta þeim. Best væri að það gerðist sem allra fyrst eftir að þing kemur saman í haust.“ Ólafur Stephensen segir þörf á breyting á búvörulögum til að koma í veg fyrir vöruskort.Stöð 2/Arnar Ólafur bendir á að tollvernd sé í raun ónauðsynleg fyrir þessar vörur, blómkál, spergilkál og sellerí. „Innlenda uppskeran selst alltaf upp. Neytendur eru reiðubúnir að greiða fyrir hana talsvert hærra verð en fyrir innflutt grænmeti. Það er einfaldlega engin þörf á verndartollum í þessu tilviki.“
Neytendur Verslun Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53 Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. 9. september 2021 08:53
Vonar að ráðherra sjái ljósið Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana. 7. september 2021 15:43