Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 18:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59