„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 09:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik í kvöld en dró sig út úr landsliðshópnum. Getty/Alex Grimm „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira