Hollenskir fjölmiðlar segja frá því í morgun að mennirnir tveir, sem kallaðir eru Moreno B. og Giërmo B., hafi hlotið þrjátíu ára dóm í morgun. Moreno B. er 33 ára og Giërmo B. 37 ára.
Dómari sagði mennina hafa skipulagt morðið vel og að um leigumorð hafi verið að ræða.
Um það leyti sem Wiersum var myrtur var hann lykilvitni í réttarhöldum glæpaforingjans Ridouan Taghi sem ákærður er fyrir umfangsmikil fíkniefnaviðskipti, morð og tilraun til morðs.
Taghi var lengi efstur á lista hollensku lögreglunnar yfir eftirlýsta menn, en er nú í gæsluvarðhaldi á meðan réttarhalda er beðið.
Glæpasamtök Taghi eru einnig sögð tengjast morðið á hinum hollenska blaðamanni Peter R. De Vries í sumar, en De Vries var ráðgjafi lykilsvitnis í máli Taghi.