Innlent

Stóð á gígbarminum og veifaði til farþega í þyrluflugi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn klöngraðist eftir gígbarminum.
Maðurinn klöngraðist eftir gígbarminum. Skjáskot

Ferðalangur lagði sig í töluverða hættu í dag þegar hann klöngraðist upp á gígbarm eldgossins við Fagradalsfjall í dag.

Í myndbandi sem farþegi í þyrluflugi Þyrluþjónustunnar Heló tók síðdegis í dag má sjá hvernig umræddur ferðalangur hafði komið sér upp á mjóan gígbarminn, þar sem hann virti fyrir sér gíginn stóra.

Klippa: Maður gekk upp á ystu nöf gígbarmsins

Á einum tímapunkti virðist eins og maðurinn veifi farþegum þyrluflugsins. Ljóst er að maðurinn hefur lagt á sig töluvert erfiði við að komast upp á gígbarminn, sem er í brattari kantinum.

Ítrekað hefur verið varað við hættunni sem fylgir því að ganga á hrauninu við eldgosið, sem legið hefur að mestu niðri frá 18. september síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði

Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi.

Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi

Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×