Í myndbandi sem farþegi í þyrluflugi Þyrluþjónustunnar Heló tók síðdegis í dag má sjá hvernig umræddur ferðalangur hafði komið sér upp á mjóan gígbarminn, þar sem hann virti fyrir sér gíginn stóra.
Á einum tímapunkti virðist eins og maðurinn veifi farþegum þyrluflugsins. Ljóst er að maðurinn hefur lagt á sig töluvert erfiði við að komast upp á gígbarminn, sem er í brattari kantinum.
Ítrekað hefur verið varað við hættunni sem fylgir því að ganga á hrauninu við eldgosið, sem legið hefur að mestu niðri frá 18. september síðastliðnum.