Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. október 2021 22:05 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Sigurjón Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. „Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“ Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“
Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15