Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 08:00 Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen fagna fjórða og síðasta markinu gegn Liechtenstein í gærkvöld. vísir/Vilhelm Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn. Í flestum öðrum riðlum myndi það að vera með 8 stig eftir 8 umferðir af 10 einfaldlega þýða að Ísland væri úr leik í baráttunni um HM-sæti. Svo er ekki í hinum jafna J-riðli þar sem staðan er núna þessi: Staðan í riðli Íslands þegar tvær umferðir eru eftir. Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið og þar með sæti á HM en 2. sætið gefur þátttökurétt í umspili. Þýskaland er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Liðið sem nær 2. sæti kemst í umspil. Til að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf eftirfarandi að gerast í síðustu tveimur umferðunum, 11. og 14. nóvember: Ísland þarf að vinna báða sína leiki, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu á útivöllum. Armenía og Norður-Makedónía þurfa að gera jafntefli í sínum leik 11. nóvember. Þýskaland þarf að vinna Armeníu á útivelli 14. nóvember. Liechtenstein þarf að vinna Rúmeníu á heimavelli 14. nóvember. Til marks um það hversu raunhæft það er að þetta gangi eftir þá metur íþróttatölfræðiveitan Gracenote möguleika Íslands á að ná 2. sæti nær 0% en 1%. Ekkert er þó útilokað í heimi íþróttanna. Einu sigrar Íslands komið gegn Liechtenstein Einu sigrar Íslands til þessa hafa komið gegn botnliði Liechtenstein. Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf liðið meðal annars á hjálp frá Liechtenstein að halda og miðað við spilamennsku Liechtenstein í gær, í 4-0 tapinu gegn Íslandi, er það sennilega það langsóttasta við möguleika Íslands, ásamt því að Ísland taki upp á því að vinna tvo snúna útileiki. Hafa ber þó í huga að í lið Liechtenstein vantaði lykilmenn í gær og að liðið afrekaði að ná 1-1 jafntefli við Armeníu á útivelli í síðasta mánuði. Svo er reyndar hugsanlegt (en mjög langsótt) að Íslandi dygði að Liechtenstein næði jafntefli við Rúmeníu, ef að Ísland ynni til dæmis þriggja marka sigur gegn liði Rúmena á útivelli. Að sama skapi gæti Ísland mögulega endurheimt sterka leikmenn á borð við Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri fyrir leikina í nóvember, auk þess sem ungir og nýir leikmenn í hópnum hafa nú fengið tækifæri til að venjast lífinu í A-landsliðstreyjunni. Ekkert er fjarlægt við þann möguleika að Armenía og Norður-Makedónía geri jafntefli, og hvað þá að Þýskaland vinni Armeníu. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Í flestum öðrum riðlum myndi það að vera með 8 stig eftir 8 umferðir af 10 einfaldlega þýða að Ísland væri úr leik í baráttunni um HM-sæti. Svo er ekki í hinum jafna J-riðli þar sem staðan er núna þessi: Staðan í riðli Íslands þegar tvær umferðir eru eftir. Þýskaland hefur tryggt sér efsta sætið og þar með sæti á HM en 2. sætið gefur þátttökurétt í umspili. Þýskaland er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Liðið sem nær 2. sæti kemst í umspil. Til að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf eftirfarandi að gerast í síðustu tveimur umferðunum, 11. og 14. nóvember: Ísland þarf að vinna báða sína leiki, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu á útivöllum. Armenía og Norður-Makedónía þurfa að gera jafntefli í sínum leik 11. nóvember. Þýskaland þarf að vinna Armeníu á útivelli 14. nóvember. Liechtenstein þarf að vinna Rúmeníu á heimavelli 14. nóvember. Til marks um það hversu raunhæft það er að þetta gangi eftir þá metur íþróttatölfræðiveitan Gracenote möguleika Íslands á að ná 2. sæti nær 0% en 1%. Ekkert er þó útilokað í heimi íþróttanna. Einu sigrar Íslands komið gegn Liechtenstein Einu sigrar Íslands til þessa hafa komið gegn botnliði Liechtenstein. Til þess að Ísland eigi möguleika á að komast á HM þarf liðið meðal annars á hjálp frá Liechtenstein að halda og miðað við spilamennsku Liechtenstein í gær, í 4-0 tapinu gegn Íslandi, er það sennilega það langsóttasta við möguleika Íslands, ásamt því að Ísland taki upp á því að vinna tvo snúna útileiki. Hafa ber þó í huga að í lið Liechtenstein vantaði lykilmenn í gær og að liðið afrekaði að ná 1-1 jafntefli við Armeníu á útivelli í síðasta mánuði. Svo er reyndar hugsanlegt (en mjög langsótt) að Íslandi dygði að Liechtenstein næði jafntefli við Rúmeníu, ef að Ísland ynni til dæmis þriggja marka sigur gegn liði Rúmena á útivelli. Að sama skapi gæti Ísland mögulega endurheimt sterka leikmenn á borð við Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri fyrir leikina í nóvember, auk þess sem ungir og nýir leikmenn í hópnum hafa nú fengið tækifæri til að venjast lífinu í A-landsliðstreyjunni. Ekkert er fjarlægt við þann möguleika að Armenía og Norður-Makedónía geri jafntefli, og hvað þá að Þýskaland vinni Armeníu.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00 Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Guðjohnsen töfrar kláruðu fjögurra marka og þriggja stiga kvöld: Myndir Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann loksins heimaleik í undankeppni HM í Katar og er komið með átta stig í riðlinum eftir öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld. 11. október 2021 22:00
Twitter um sigur Íslands: „Kynslóðaskipti (staðfest) Vel gert drengir“ Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fór fram á Twitter á meðan leik stóð. 11. október 2021 21:07
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15