Tíu ár eru síðan hljómsveitin Of Monsters and Men hélt útgáfutónleika í Gamla bíó vegna sinnar fyrstu plötu My Head is an Animal. Það er því viðeigandi að fagna 10 ára afmæli plötunnar með tónleikum á sama stað.
Tónleikarnir munu fara fram dagana 9. og 10. nóvember og mun hljómsveitin flytja plötuna í heild sinni, ásamt öðrum lögum. Almenn miðasala hefst 14. október en forsala hefst á morgun klukkan 10.
Í tilefni afmælisins mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar þann 29. október. Um er að ræða endurhljóðblandaða útgáfu af íslensku útgáfu plötunnar sem kom út árið 2011. Þar að auki mun platan innihalda lagið Phantom sem tryggði hljómsveitinni sigur í Músíktilraunum árið 2010, ásamt öðru óútgefnu lagi.
Hægt er forpanta plötuna og sérstakan varning í tilefni útgáfunnar hér.