Tuttugu mánaða bið Ödu Hegerberg loks á enda: „Eins og lítill krakki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:01 Ada Hegerberg grét eftir fyrsta leikinn sinn í tuttugu mánuði. EPA-EFE/Adam Ihse Ada Hegerberg var fyrsta konan til að hljóta Gullhnöttinn eftirsótta en það hefur ekki verið mikið af fótbolta hjá norska framherjanum síðustu mánuði. Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg. Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira
Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg.
Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira