Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vona að hann hætti ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:31 Neymar var væntanlega ekki að leggja hér til að hann þyrfti annan bolta en þessi mynd er tekin eftir markalausa jafnteflið á móti Kólumbíu. AP/Fernando Vergara Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er bara 29 ára gamall en hann talar þessa dagana eins og landsliðsferillinn hans sé að nálgast endastöð. Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga. HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Í þessum landsliðsglugga talaði Neymar um að hann búist við því að HM í Katar á næsta ári verði hans síðasta heimsmeistarakeppni af því að honum finnst hann varla hafa andlegan styrk til að standast álagið að spila með brasilíska landsliðinu lengur. #Neymar said in an interview aired this week that he doesn't know whether he will be able "mentally to endure" more international soccer after the 2022 World Cup and that he's approaching the tournament as if it is his lasthttps://t.co/gTNj1h8stY— The Tribune (@thetribunechd) October 13, 2021 Liðsfélagar Neymar hjá brasilíska landsliðinu vilja styðja við bakið á kappanum og vonast eftir því að hann haldi áfram með landsliðinu eftir HM 2022. Þeir skilja samt að pressan er mikil á stærstu fótboltastjörnu Brasilíumanna. „Við viljum að hann spili með okkur í mörg ár í viðbótar,“ sagði miðjumaðurinn Fred sem spilar með Manchester United. „Það er samt erfitt að tala um hugsanir einhvers annars manns. Stundum er mikil pressa á fólki. Ekki bara á Neymar, heldur líka á Messi og Cristiano Ronaldo, Við viljum hafa hann með okkur og hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum nokkurn tímann séð í Brasilíu,“ sagði Fred. Varnarmaðurinn Thiago Silva, sem spilar með Chelsea, segir að þessi mikla pressa á Neymar miðað við aðra leikmenn sé ósanngjörn. Neymar neitaði að tala við blaðamenn eftir markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í undankeppni HM en þar náði hann sér ekki á strik. Find yourself a friend like Thiago Silva and never let them go.— Goal News (@GoalNews) October 12, 2021 „Við viljum oft gleyma því sem hann hefur gert og einbeitum okkur að því sem er ekki mikilvægt. Hann setur líka mikla pressu á sig sjálfan. Ég vona að hann tapi ekki gleðinni því hann er einstakur strákur. Þegar hann er ánægður og að gera það sem hann elskar, þá skilar hann alltaf sínu og spilar eins og vel og hann hefur gert best. Það er alltaf betra fyrir liðið okkar,“ sagði Thiago Silva. Thiago Silva er góður vinur Neymar og hefur líka sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla. „Ef þú þarft einhvern til að vera sterkan fyrir þig þá veistu að ég verða alltaf til taks. Silva fjölskyldan elskar þig,“ skrifaði og birti með mynd af sér að faðma Neymar. Richarlison, framherji Everton, lét sitt ekki eftir liggja. Hann tvítaði mynd af borða sem á stóð: „Neymar, ef þú spilaði í himnaríki þá myndi ég deyja til að horfa á þig“. Það breytir ekki því að Neymar átti mjög slakan leik á móti Kólumbíu. Hann getur bætt úr því á móti Úrúgvæ á morgun en það er lokaleikur brasilíska landsliðsins í þessum glugga.
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira