Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 14. október 2021 09:51 Hagfræðideild Landsbankans telur að það muni draga úr hækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala. Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira. „Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar. Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%. „Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm Verðbólga nái hámarki í desember Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða. Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala.
Fasteignamarkaður Íslenskir bankar Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira