Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 14. október 2021 10:30 Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Ævar Harðarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar