Vilja vindorkugarða við nær alla strandlengju Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 10:39 Vindtúrbínur sem standa utan við Rhode-eyju á austurströndinni voru þær fyrstu sem voru reistar undan ströndum Bandaríkjanna. Gangi áætlun Biden verða slíkar túrbínur utan við nær alla strönd landsins á næstu áratugum. AP/Michael Dwyer Ríkisstjórn Joes Biden vill láta reisa vindorkuver við nærri alla strandlengju Bandaríkjanna á næstu árum. Stefnt er að því að vindorkuframleiðendur geti byrjað að sækja um leyfi til að reisa vindtúrbínur fyrir utan ströndina fyrir árið 2025. Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum. Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Deb Haaland, innanríkisráðherra, kynnti áformin á ráðstefnu vindorkuiðnaðarins í Boston í gær. Sagði hún að ráðuneytið ætlaði að hefjast handa við að velja, afmarka og vonandi leigja hafsvæði á forræði alríkisstjórnarinnar við Mexíkóflóa, Maine-flóa, undan ströndum Mið-Atlantshafsríkjanna, Norður- og Suður-Karólínu, Kaliforníu og Oregon, að því er segir í frétt New York Times. Aðeins búið að veita leyfi fyrir einum stórum vindorkugarði, utan við Vínekru Mörtu í Massachusett. Alríkisstjórnin hefur til skoðunar umsóknir um vindorkuverkefni á nokkrum stöðum til viðbótar á austurströndinni. Við Kyrrahafsströndina hafa tvö svæði við miðja og norðanverða Kaliforníu verið opnuð vindorkuverum. Áætlunin er sögð stærsta aðgerð Bandaríkjastjórnar til þess að efla uppbyggingu vindorku fyrr og síðar. Markmiðið er að vindorkugarðar framleiði þrjátíu gígavött af rafmagni sem dugi til að knýja um tíu milljónir heimila fyrir árið 2030. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðbúið sé að áformin mæti mótstöðu víða, meðal annars frá íbúum strand- og fiskibæja. Til þess að vindorkugarðarnir verði að veruleika þurfa yfirvöld í einstökum ríkjum og sýslum að leggja blessun sína yfir þá. Þá þurfa þeir að komast í gegnum umhverfismat en sum samtök náttúruverndarsinna óttast að vindtúrbúnir utan við ströndina gætu drepið fjölda sjófugla. Bandaríkin og önnur ríki heims þurfa þó að auka verulega framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vindi svo hægt verði að hætta hratt notkun á jarðefnaeldsneyti sem veldur hnattrænni hlýnun. Í nýjustu vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrr á þessu ári var varað við því að metnaðarfyllra markmið um Parísarsamkomulagsins um að hlýnun verði takmörkuð við 1,5°C gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun strax á næstu árum.
Orkumál Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Vindorka Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira