Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Telma Tómasson les fréttirnar í kvöld.
Telma Tómasson les fréttirnar í kvöld.

Norska lögreglar telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu. Mikil sorg ríkir og fólk kom saman í dag til að minnast hinna látnu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við íslenska konu sem er búsett í bænum.

Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt.

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarformaður Arctic Circle - hringborðs Norðurslóða - telur stöðu þeirra á sviði heimsmálanna hafa gjörbreyst á nokkrum árum. Heimir Már Pétursson ræðir við hann í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem Arctic Circle fer nú fram.

Þáveltum við því fyrir okkur hvort gosinu sé lokið í Geldingadölum - eftir lengsta goshlé frá upphafi - og hittum magnaðan hljóðfæraleikara, sem spilar er eins og enginn sé morgundagurinn þrátt fyrir að líkami hans sé að hálfu lamaður og hann geti aðeins notað aðra höndina.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×